Það er ekki að spyrja að viðbjóðinum.

Þetta eru menn sem að hafa villst af leið. 
Augljóslega búnir að taka svo mörg hliðarspor í trúnni að ég efast um að rétt sé að bendla þá við trúarbrögð.

http://www.huffingtonpost.com/2008/09/20/arkansas-church-compound_n_128005.html?page=2&show_comment_id=15929549#comment_15929549

Þarna er sama frétt í fleiri orðum.
Tony Alamo


mbl.is Sértrúarsöfnuður grunaður um barnaníð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Thelma.

Það er rétt hjá þér, þetta á ekkert skylt við TRÚ. Þetta er úrkynjun.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 02:35

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæl kæra Thelma. Já ég er sammála þessu hjá ykkur Þórarni. Þetta eru skelfilegir menn ef grunur yfirvalda reynist réttur um verk þessarra manna. Ef svo er bið ég þess að algóður Guð blessi fórnarlömb þeirra og fjölskyldur þeirra.

P.s. Þetta eru fallegar tennur með umgjörð fallegs bross.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.9.2008 kl. 03:15

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Gaukurinn ber það soldið með sér að vera ógeð. Merkilegt hvað trúarnöttararnir í USA eru úrkynjaðir.

Villi Asgeirsson, 22.9.2008 kl. 07:32

4 identicon

Hvað ætli sé að hjá karlmönnum? Hver fréttin af annarri birtast um ánýðslu þeirra á stúlkum og börnum! Því er haldið fram að "kynhneigð sé ekki stjórnað né breytt". Þess vegna eigi að viðurkenna kynhneigð fólks. En öllum finnst nú eðlilegt og sjálfsagt að gera þá kröfu að kynhneigð til barna verði bæld, stjórnað og stýrt.

Kristin trú heldur því alla vega fram og ég er sammála því. Svona hegðun eins og þessi frétt ber með sér er algerlega óásættanleg - undir hvaða nafni sem hún birtist.

kær kveðja

snorri

Snorri (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 09:56

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þeta er nú ekki landlægt hjá karlmönnum, sem betur fer. Fæstir nauðga eða misnota börn. Það er sennilega stærri hópur sem hefur þessar langanir, en heldur aftur af sér því það er rangt. Rétt eins og að flestir borga fyrir hluti, frekar en að stela þeim.

Kristin trú, og flest trúarbrögð eru hálf brengluð þegar kemur að kynlífi. Annað hvort er karlinn yfir konuna hafinn, má eiga fullt af þeim eða er skikkaður til að halda aftur af hvötum sínum að ástæðulausu. Múhameð afmeyjaði eina eiginkonuna þegar hún var 12. Jésús lifði eins og geldingur samkvæmt Biblíunni þótt það sé ósennilegt að hann hafi gert það í alvöru.

Þegar þú talar um kynhneigð sem á að viðurkenna, áttu þá við homma og lesbíur? Auðvitað á að viðurkenna það, enda kemur það okkur hinum ekki við hvað tveir fullorðnir og sjálfráða einstaklingar gera með gagnkvæmu samþykki.

Trú á ekkert að skipta sér af okkur. Við finnum til með náunganum. Það er innbyggt. Við erum líka fædd með sjálfsbjargarviðleytni sem kemur stundum út sem sjálfselska. Við verðum að finna jafnvægið sjálf með hjálp hvors annars. Það segir sig sjálft að fæstar 12 ára stelpur vilja láta feita, miðaldra karla hjakka á sér, með eða án myndavéla á staðnum. Ef við virtum alltaf óskir hvors annars væri þetta ekki til. Það hefur sýnt sig aftur og aftur að trú eða trúleysi hafa ekkert með þetta að gera. Trúaðir eru alveg eins líklegir til að fremja svona glæpi. Kannski lílegri því þeir eru sjálfir kúgaðir og haldnir einhverju mikilmennskubrjálæði í nafni besta ímyndunarvinarins.

Vona að þetta meiki sens.

Villi Asgeirsson, 22.9.2008 kl. 10:18

6 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Tek undir  margt sem hér hefur verið skrifað en held að það sé  langsótt að sjá beint samhengi á milli trúar og svona glæpa . aftur á móti  nota margir þeir sem fremja svona glæpi   einmitt trúna til að skýla sér á bak við  en  eru auðvitað langt í frá   trúaðir menn eða konur En  njóttu  dagsins  Thelma

Gylfi Björgvinsson, 22.9.2008 kl. 12:46

7 Smámynd: Thelma

Villi Asgeirsson
Hann er viðbjóður !!
Það er erfitt til þess að hugsa að það skuli vera fólk sem að mögulega vinnur með manni eða hvað sem að er að bæla niðri svona hugsanir.  Þetta er ógeðslegt en mennskt virðist það vera.


Snorri
Satt hjá þér.  Svona hegðun á svo sannarlega ekki að vera látin viðgangast. 
Sumir segja dauðadómur.  Ég tel mig ekki hæfa til að dæma um það.

 Sigga
nektarstaðirnir komast nú ekki með tærnar þar sem að þessi viðbjóður hefur hælana þykir manni.  En jújú heimur versnandi fer . . segi svona :D
annars eigðu góðan dag sömuleiðis gæska.

Gylfi

Já . . þeim gæti þótt það bærilegra greyunum að skýla sér á bakvið trúnna eins sorglegt og það er nú.
En ,have a jolly one Gylfi ;)

Thelma, 22.9.2008 kl. 13:17

8 identicon

Kæra Sigga Svavars

Vinsamlega settu okkur karlmenn ekki í einn flokk. Það er ekki úrkynjun hjá karlmönnum sem hér um ræðir heldur úrkynjun manna sem fá vald gegnum trúarbrögð. Þetta virðist vera að aukast mikið upp á síðkastið vegna þess að það er farið að fylgjast betur með. Hvað varðar barnaklám þá byggist það á eftirspurn veikra einstaklinga. Nauðungarvændi er ekkert nýtt undir sólinni það hefur verið við lýði frá upphafi alda. Eini munurinn er að við heyrum meira af því núna utan úr heimi. 

Hvaðan færðu það að karlmenn vilji ekki virðingu kvenna og sjái ekki fegurð kynlífs? Að setja okkur í hóp með barnaníðingum og þrælasölum þegar þeir eru aðeins smábrot af heildinni er eins og ég færi að segja að konum væri ekki treystandi fyrir börnum vegna þess að það eru alltaf að koma upp atvik þar sem mæður drepa börnin sín.

Finndist þér rétt ef ég héldi því fram? 

Og hvað með blessuðu nektarstaðina? Veistu um eitthvað sem er að gerast þar eða ertu bara að endurtaka eitthvað sem einhver sagði einhverjum sem heyrði það frá einhverjum öðrum? 

Það er merkilegt hvað fólk er fljótt að skilja trúarbrögð frá geðsjúklingunum sem stunda þau jafnvel þegar munstrið liggur í augum uppi en dæma svo heilt kyn eða heila starfsgrein án nokkura sannana vegna þess að jáhópurinn segir að það sé ásættanlegt að fordæma það.

Já og dauðadómur er fornaldar refsing sem við ættum að vera vaxin uppúr. Auga fyrir auga gerir heiminn blindan.

Gissur Örn (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 15:26

9 identicon

Veistu hvað, gaurinn getur fundið réttlætingu fyrir öllu sem hann vill í biblíu.
Það eru mýmörg dæmi þar sem körlum er leyft að taka stúlkur sem eru hreinar meyjar og gera hvað þeir vilja við þær... look it up.
Biblían segir faktísk að ef ekki er blóð í laki eftir brúðkaupsnótt þá eigi að myrða konuna..
Svo er guði líka sama um allt nema það að trúa ekki á hann.... það er það eina sem guð vill.
Það er ekki tilviljun að níðingar séu svona algengir í trú, alls ekki.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 20:46

10 identicon

Kæra sigga og aðrir hér.

Ekki taka því þannig að þú hafir sært mig persónulega ég var einungis að benda á muninn á að segja "karlmenn" og "sumir karlmenn" eða jafnvel "nokkrir karlmenn". Í þessu samengi hljómaði það soldið eins og þú værir að alhæfa. Það virðist gerast oftar en ekki að fólk leyfir sér að slá fram setningum óhugsað og ég var bara að kommenta á það með dæminu mínu til samanburðar.

Vissirðu að þegar nektarstaðirnir voru sem flestir hér rétt upp úr aldamótum (ss fyrir 7 árum) fann lögreglan fyrir mikilli fækkun á ofbeldis og kynferðisglæpum og voru að minnsta kosti 2 varðstjórar sem ég talaði við á þeim tíma ánægðir með að þessir staðir væru til. Þó svo að þessir staðir séu á gráu svæði og mörgum þyrnir í síðu þá vil ég frekar að menn eins og lögfræðingurinn sem var dæmdur fyrir að misnota 14 ára stelpurnar fyrr á árinu fái fróun sína í vernduðu umhverfi eins og þessir staðir eru heldur en að fara á netið og tæla ungar stelpur. Og skrítið að hann var ekkert að fikta í litlum stelpum þangað til að nær öllum stöðunum var lokað og allar reglur í kringum þá hertar. 

Ekki að ég sé eitthvað að tala máli þessara staða en á meðan svona menn eru á röltinu óáreittir í þjóðfélaginu okkar vill ég frekar að þeir fari á svona staði og fremji sína glæpi í huganum undir vökullu auga öryggisvarða(og það er öryggisgæsla þar) heldur en að þeir misnoti börnin mín og þín. þangað til við tökum ábyrga afstöðu til þessara mála er þetta einungis spurning um hvort þú vilt frekar hafa þessa menn lausa í skjóli nætur tælandi ungar stelpur án þess að nokkur geti komið vörnum við eða hvort þú viljir að þeir hafi eitthvað annað fyrir stafni í staðinn.

Ég veit að þetta er frekar brútal afstaða hjá mér og ég vildi að það væru fleirri möguleikar opnir fyrir fólki til að taka á þessum málum en þangað til að fólkið sem stjórnar fattar snilldina við að gera alvöru plön til langs tíma en ekki bara sýndarlausnir til að vera kosið þá eru því miður fáir aðrir möguleikar í stöðunni. Við getum vælt og kvartað eins mikið og við viljum yfir hinu og þessu en það hefur ekkert upp á sig nema við gerum eitthvað líka.

Tökum til dæmis þessa ofboðslegu herferð Feministafélagsins og VG gegn mannsali og kynlífsþrælkun. Þar gerist ekkert nema ályktanir eru lagðar fram og fréttatilkynningar eru sendar út. Ýtt er á borgar og bæjarstjórnir að loka fyrirtækjum sem hafa ekkert brotið af sér vegna þess að það gæti hugsanlega örugglega kannski verið eitthvað óhreint einverstaðar þar. Á meðan eru kínverjar fluttir inn í tonnatali í alvöru þrælkun sem kokkar og skúringakonur. Talandi um að sofna á verðinum.

Og auðvitað blessuðu trúhóparnir. Byrgismaðurinn er varinn í bak og fyrir af Arnþrúði Karlsdóttir og öðrum biblíuberjandi jólasveinum. Presturinn á selfossi líka. Það fyrsta sem fólki datt í hug að kommenta hér við þessa grein er að maðurinn sem um ræðir sé "eitthvað" en það er ekki trúin. Jú það er trúin. Ekki trúin á guð heldur kreddur trúarbragða sem leyfa svona mönnum að komast upp með að ljúga að fólki alls konar vitleysu og plata það út í að taka upp börnin sín í kynferðislegum tilgangi. David Koresh var svona líka. Hann hélt því fram að hann væri Jesú(eins og þessi)og hann tók til sín allar konur úr hópnum og stelpur. Svo rak hann menn úr söfnuðinum þegar menn komu með guðlast eins og "hey þú ert að ríða barninu mínu" og svo kveikti hann í öllum á endanum. Heavens gate hópurinn var ekkert betri. Mormónarnir hans Warren Jeff voru líka svona. Það er munstur í gangi. Skipulögð trúarbrögð geta af sér menn sem misskilja tilgang lífsins vegna þess að þeir eru enn að lesa bók sem skrifuð var fyrir 2000 árum og fara eftir henni eins og lögbók. Þegar þessir menn komast svo til valda innan hópsins þá taka þeir það sem þeir vilja í skjóli bókarinnar.

Hvað eru trúlausir oft í fréttum fyrir að safna saman hóp. Ljúga hann uppfullan af vitleysu og misnota börnin í honum? Svar: Aldrei. Flestir barnaníðingar sem komist hafa í fréttirnar bæði hér og að utan eru trúaðir. Og oft mjög trúaðir. T.d Ágúst barnaperri sem er núna að leita að sáluhjálp í biblíuskóla í svíþjóð.

Góðar stundir allir...

Gissur Örn (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 13:17

11 Smámynd: Thelma

Gissur Örn

Mikið ert þú málefnalegur.

Kann að meta það.

Góðar stundir sömueiðis Gissur :)

Thelma, 23.9.2008 kl. 13:52

12 identicon

Þakka þér fyrir það Thelma.

Maður reynir sitt besta.

Gissur Örn (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 13:58

13 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Gissur Örn : Þetta er algerlega rakalaus6t hjá þér að mestu. Þú veist greinilega lítið um lögmanninn sem þú nefnir til sögunnar og hvernig hann hagaði sér fyrir og eftir lokun nektarstaða í Reykjavík. Hann þurfti nú ekki að fara lengra en inn á Smiðjuveg eftir að staðirnir lokuðu í Reykjavík. Þrátt fyrir þetta tældi hann unglingsstúlkurnar. Sömuleiðis eru sögur af fleiru frá honum sem ekki hefur verið dregið fram á ritvellina.

Þá er að segja af því að þessi sami lögfræðingur þykir nú ekkert kristinn nema síður sé en níðist samt á unglingunum. Hvernig kemur það heim og saman við ályktun þína hér að ofan ? Tóm steypa. Enda má frekar segja sem svo að ákveðinn hópur níðinga noti trúfélög og trú til að koma sér í ákveðna aðstöðu og traust hjá þeim sem síðan á að níðast á. Ef þessir menn færu eftir bókstaf Biblíunnar þá væri ekki níðst á viðkomandi, einmit þvert á móti.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.9.2008 kl. 15:18

14 identicon

Áhugavert er það Predikari að þú gefur þér að ég viti lítið um lögmanninn en nefnir svo sjálfur "sögur" sem af honum fóru. Ég þekki nefnilega vel til hans og hvernig hann hefur hagað sér í gegnum árin. Það að ég tók það ekki fram strax að ég þekkti manninn er meira vegna þess að hans lifnaðarháttur er skammalegur heldur en nokkuð annað. Það að hann "teljist" ekki kristinn nema síður sé er útúrsnúningur og dapurleg tilraun hjá þér að andmæla dæmum mínum um að níðingar séu oftar en ekki trúaðir eða telji sig það.

Hvernig getur það talist rakalaust hjá mér þegar ég nefni vel skrásett og umtöluð dæmi um trúmenn sem hafa verið uppvísir af brotum gegn börnum?

Og hvaða bókstaf biblíunnar ættu þeir að taka helst til sín til að níðast ekki á börnum? 

Fyrstu bók móse 19:4-9. Þar sem trúmaðurinn segir borgarbúum svo vel til syndana?

4En áður en þeir gengu til hvíldar, slógu borgarmenn, mennirnir í Sódómu, hring um húsið, bæði ungir og gamlir, allur múgurinn hvaðanæva. 5Og þeir kölluðu á Lot og sögðu við hann: "Hvar eru mennirnir, sem komu til þín í kveld? Leið þú þá út til vor, að vér megum kenna þeirra." 6Lot gekk þá út til þeirra, út fyrir dyrnar, og lokaði hurðinni að baki sér. 7Og hann sagði: "Fyrir hvern mun, bræður mínir, fremjið ekki óhæfu. 8Sjá, ég á tvær dætur, sem ekki hafa karlmanns kennt. Ég skal leiða þær út til yðar, gjörið við þær sem yður gott þykir. Aðeins megið þér ekkert gjöra þessum mönnum, úr því að þeir eru komnir undir skugga þaks míns.

Eða kannski ættum við frekar að fara í aðra bók móse þar sem trúmönnum er kennt reglur um hvernig þeir ættu að bera sig að við að selja dætur sínar í þrældóm.

7Þegar maður selur dóttur sína að ambátt, skal hún ekki burt fara á sama hátt sem þrælar. 8Geðjist hún eigi húsbónda sínum, sem ætlað hefir hana sjálfum sér, þá skal hann leyfa að hún sé leyst. Ekki skal hann hafa vald til að selja hana útlendum lýð, með því að hann hefir brugðið heiti við hana. 9En ef hann ætlar hana syni sínum, þá skal hann gjöra við hana sem dóttur sína. 10Taki hann sér aðra konu, skal hann ekki minnka af við hana í kosti eða klæðnaði eða sambúð. 11Veiti hann henni ekki þetta þrennt, þá fari hún burt ókeypis, án endurgjalds.
(Exodus 21:7-11)

Ertu að tala um þennan bókstaf? Væntanlega ekki. 

Hvers vegna er svona auðvelt fyrir þig að kalla það sem ég segi tóma steypu þegar ég rökstyð orð mín en þú ekki?

Þó þú viljir verja kreddur þínar fyrir mönnum eins og mér sem sjá í gegnum þær þá ertu að fara erindaleysu þar. Ég hef fylgst með og lesið mig til um þá menn sem ég ræddi um. Sem og um fleirri. Ég minni þig á þessa nokkur hundruð presta sem vatíkanið sópaði undir teppið eftir áralangt barnaníð og bið þig um að snúa ekki útúr með afsökunum eins og "já en þeir eru kaþólikkar". Menn guðs eru menn guðs. Hvort sem þeir kallast Séra, Herra, Faðir, Bróðir, Imam eða Rabbini. Þeir eiga að vera okkur öllum til fyrirmyndar en eru oft manna verstir þegar kemur að svona málum. Hvernig voga menn sér að verja svona níð og viðbjóð?

Maður er hættur að geta sagst trúa á guð vegna þess að þá er manni hent í hóp með þessum úrhrökum. Svo kunna flestir kristnir í dag ekki heldur að lifa sem kristur því þeir eru of uppteknir við að fordæma homma, stofnfrumurannsóknir og rétt kvenna til að stjórna sínum líkama. Mikill Jesú þar á bæ vinurinn.

En gangi þér vel að hrekja mig. Ég er langt frá því tómur af staðreyndum.

Gissur Örn (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 16:20

15 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Gissur Örn : Þú ert eins og aðrir sem lest Biblíuna eins og skrattinn. Þú ert í raun að segja að afar eru afar og stjúpfeður stjúpfeður ("menn guðs eru menn guðs. Hvort sem þeir kallast Séra, Herra....") þannig að afar og stjúpfeður eru níðingar af því að það er svo mikið um menn úr þeirra röðum sem níðast á börnum samkvæmt "rökum" þínum.

Sömuleiðis eru menn sem svona haga sér ekki kristnir rétt eins og ég sagði þér fyrr þó þeir kalli sig það. Þannig eru menn úr röðum lögvarða stétt sinni til skammar vegna ofbeldisfullrar hegðunar sinnar í starfi og níðingsskapar. Það gerir ekki stétt þeirra að sömu mönnum og þeir eru. Slíkir koma óorði á félaga sína að ósekju.

Þú einmitt komst ekki með rök heldur útúrsnúninga. Við erum þó sammála um að umræddur lögmaður hafi hagað sér skammarlega um langa hríð. En rök þín um að það hafi minnkað níðið á meðan staðirnir voru fyrir hendi féllu um sjálf sig þar sem allan tímann hefur Ásgeir á Goldfinger séð þessum mönnum fyrir athvarfi en afbrotum samt fjölgað.

Dæmi þín sem þú tekur úr Mósebókum lýsa einungis fákunnáttu þinni á efni Biblíunnar að þú skulir taka þessi dæmi máli þínu til stuðnings, en gott dæmi um hvernig skrattinn les Biblíuna eins og máltækið segir. ´

Þá ætla ég ekki að segja sem þú segir að þeir séu nú kaþólikkar, ekki frekar en ég segi að þeir séu afar, stjúpfeður eða starfsmenn á leikskóla. Staðreyndin eins og ég hef nefnt er að svona sjúkir menn sækja einfaldlega í störf sem veita þeim traust og aðgengi að væntanlegum fórnarlömbum sínum. Það gerir ekki þessar stéttir að níðingum í sjálfu sér. Slíkir eru viðkomandi stéttum til skammar, hvert sem starfsheitið er.

Þú ert kannski ekki tómur af staðreyndum, en þú ert fullur af útúrsnúningum á efni þeirra.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.9.2008 kl. 01:18

16 identicon

Góðan daginn öll. Ég henti smá svari saman í morgunsárið áður en ég skellti mér út í góða veðrið.

Mikið ofboðslega eru hlutir einfaldir í þínum augum predikari.

Öll setningin er:

"Menn guðs eru menn guðs. Hvort sem þeir kallast Séra, Herra, Faðir, Bróðir, Imam eða Rabbini. Þeir eiga að vera okkur öllum til fyrirmyndar en eru oft manna verstir þegar kemur að svona málum. Hvernig voga menn sér að verja svona níð og viðbjóð?" Samengið er auðvitað að þeir sem telja sig til manna guðs og eru í þessari "lögvörðu" stétt eiga að vera fyrirmyndir en eru það ekki með svona hegðun. Hvað þá þeir sem verja þessa menn vegna trúar þeirra eins og hefur verið gert. Eða finnst þér kannski það vera misskilningur hjá réttarkerfinu okkar að dæma Guðmund í byrginu fyrir það sem hann gerði? Eða þá að sækja á prestinn á Selfossi? Ég setti aldrei presta yfir höfuð í sama flokk og þessa menn ég hinsvegar setti þessa menn í þá flokka sem þeir tilheyrðu og spurði hvernig fólki væri stætt á að verja þá út af því.

Hvað Róbert árna snertir þá veit ég að hann var ekki í smástelpum þegar Þórskaffi var opið og hinir staðirnir niður í bæ vegna þess að hann borgaði stúlkunum á þeim stöðum auka til að fá að snerta þær. Og hvort sem  hann hefur ekki nennt upp í kópavog eða Ásgeir ekki viljað hann þangað þá breyttust hlutir verulega eftir bannið hjá mörgum af þessum pésum sem voru að leita að fróun fyrir girndir sínar. Sem og honum. Staðreyndin er að kynferðisglæpir hafa aukist síðan.

Mér finnst það frekar spaugilegt að þú segir að ég lesi biblíuna eins og skrattinn. Þú sem sagt veist hvernig hann les biblíuna? Ætli það sé ekki vegna þess að eins og margir ofkristnir þá spáirðu of mikið í honum. Þó þessi seinasta lína hafi verið sögð meira í gríni en alvöru þá eru hlutir einfaldlega ekki svona svartir og hvítir nema hjá bókstafstrúarfólki. Það að ég tók mósebækurnar sem dæmi segir ekkert um kunnáttu mína á biblíunni.

Það segir einungis það að ég nefndi tvö dæmi úr bókstaf hennar sem þú bentir mér á að menn ættu að fara eftir. Ef fólk á að fara eftir þessari bók til að lifa siðsamlegu lífi þá hljóta reglur Leviticus og Exodus að gilda jafn vel og boðorðin 10. Var það ekki annars Jesú sem sagði: Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram. Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það, mun kallast minnstur í himnaríki, en sá, sem heldur þau og kennir, mun mikill kallast í himnaríki. Ég segi yður: Ef réttlæti yðar ber ekki af réttlæti fræðimanna og farísea, komist þér aldrei í himnaríki.
(Matteusarguðspjall 5:18-20)

Það er rétt hjá þér að svona menn sækja í störf þar sem þeir komast í börn. Það eru allir sammála um og engin þrætir fyrir það. Það sem ég og þú erum ósammála um er að þér virðist auðveldara að rugla öllu saman í afa og stjúpfeður heldur en að játa það að kristin kirkja hefur margt á samviskunni hvað varðar að verja níðinga innan hennar.

Nú veit ég ekki hvort þú sért Evangelisti,lúthers eða kaþólikki og í raun skiptir það litlu máli hvað þetta varðar. Eina sem ég veit er að ef þú ert í alvörunni predikari þá ættirðu frekar að einbeita þér að hreingerningu innan stéttarinnar þinnar en að vera að verja þá sem þú sjálfur kallar stéttinni til skammar. Ef dogma kristni er svona mikilvæg fyrir þér þá er þetta eitt af fyrstu málunum sem þú ættir að sjá til að tíðkist ekki innan stétt guðsmanna. Næsta skref held ég væri að hætta hommahatrinu þar og kannski leyfa fólki að eiga einkalífið sitt í friði. Já og gott væri kannski að sleppa djöflinum og syndafallinu úr líka. Það trúir engin heilvita maður að almáttugur guð sé í baráttu við einhvern óvin sem hann virðist ekki hafa geta unnið í mörg þúsund ár. Hvað þá að hann dæmi okkur fyrir syndir sem hann veit fyrirfram að við munum fremja. Það gefur augaleið ef hann er almáttugur og alvitur. Er það ekki annars? Eða verður að vera hræðsla til að halda fólki trúuðu? Búddistum virðist ganga ágætlega að halda mönnum við án hræðslu af hverju gengur kristnum það svona illa?

Jæja nóg í bili. ég vil ekki að neinn missi trúnna hérna.

Gissur Örn (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 04:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heimur Thelmu

Höfundur

Thelma
Thelma
Ég er venjuleg ung kona sem að hef skoðun á hlutunum. Ég hef löngu gefist upp á karlmönnum og öllu því sem að þeim fylgir. Ryki, drasli , áfengi og tóbaki. Ég hef rétt á minni skoðun. Ekki síst er ég óhrædd við að tjá mína skoðun við hvern sem er undir hvaða kringumstæðum sem að kunna að skapast. Sama hvað öðrum finnst. Ef að ég vil hafa skoðun á einhverju þá skal enginn karlmaður reyna að hafa nein áhrif á það frekar en einhver annar karlmaður.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband