22.9.2008 | 02:13
Takk fyrir komuna sætulíusar
Ég var að skoða bloggið á mbl.is eftir ábendingu frá bloggvinkonu minni og sá að bloggið mitt er þó nokkuð heimsótt.
Ég hugsaði . . mitt blogg mikið heimsótt , hvers vegna ? , ég er glöð að sjá það . . En opinber dagbókarskrif eru í raun eins og hver annar fjölmiðill , nema það að honum er ekki dreyft jafn kerfisbundið :)
Ég stjórna ekki auglýsingum heldur kem aðeins á framfæri skoðunum eða vangaveltum og vona að ykkur líki það vel . .
Núna annars þá missti ég af dagvaktinni í kvöld og er í rusli yfir því. Langaði svo að sjá þetta en ég eins og með allt annað tókst að missa af þættinum þó að ég væri heima og sjónvarpið innan 3km radíusar. Veit ekki hvað fór úrskeiðis. Kannski voru það Bingókúlurnar sem að ég var að stelast í sem að rugluðu mig í ríminu og drógu þrótt úr þeim heilasellum sem að ég var búin að láta vita að ættu að minna mig á dagvaktina :D
Annars þá er hún vonandi endursýnd.
Hvað um það . . lífið snýst ekki um að horfa á Dagvaktina og borða bingókúlur. Ég hugsa stundum um það að á meðan að ég er að gera eitt, með hægri hendi, og reyna að slökkva á lampanum með þeirri vinstri þá er til fólk sem að getur hvorugt
Við sem höfum heilsuna gerum hlutina eins og ekkert sé. Leggjum á borð , förum framúr og háttum okkur sjálf en það er fólk sem að getur ekki framkvæmt þessa hluti. Síðan að ég horfði á þáttinn um mænuskaða
Mænan er ráðgáta, þá hefur það verið mér hugleikið allir þessi hlutir. Hlutir sem að ég gæti ekki gert í lífinu og það fær mig til að vera þakklát fyrir þá heilsu sem ég hef. En um leið þá vorkenni ég þeim innilega sem að þjást af mænuskaða eða öðrum kvillum.
Íslendingar voru duglegir að styrkja málefnið. Þeir sem hafa áhuga á að styrkja geta gert það.
311 - 26 - 81030 Kennitala: 411007-1030
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Um bloggið
Heimur Thelmu
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.