Heimurinn eins og hann kemur fyrir augun á mér . . .

Ég er bara ung kona að reyna að berjast við að borga skuldirnar og halda andlitinu.
Veit ekki hvers vegna en karlmenn hafa aldrei farið vel með mig og ég virðist vera að gera eitthvað vitlaust í minni hegðun gagnvart, ekki bara karlmönnum , heldur fólki almennt.  Ég á ekki mikið af vinkonum en ég reyni nú samt að fara og sýna mig og sjá aðra þegar að ég get. 
Hvað á maður að taka til bragðs þegar að maður situr heima öll laugardagskvöld 25 ára konan með poppið sitt og kók í ísskápnum að glápa á einhverja gamaldags dramamynd . .  .
Veit hreinlega ekki hvað ég á að gera stundum . . Ég verð held ég að taka mig á og byrja að treysta fólki og kannski ekki síst karlmönnum :D

.  .  Er ég ekki með fallegar tennur?, var að bursta !

Héðan í frá ætla ég að gefa fólki nokkra sénsa í viðbót við þá sem að ég hef vanarlega gefið . .
Lífið er of stutt til að slá alla utanundir sem að taka hliðarspor í samskiptum við mig . .
Guð blessi ykkur öll og ekki síst þá sem að nenna að lesa þetta . .


En ég er farin út að skokka elskur . . . Heilbrigð sál í hraustum líkama . .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Tek  undir þetta með henni frænku minni lífið er of stutt til að lifa í leiðindum muna bara að loka hurðunum á eftir sér áður en sú næsta er opnuð. Þetta hef ég  reynt að gera og það hefur gefist vel, því maður verður alltaf að gera upp fortíðina ef maður ætlar að lita til framtíðar með jákvæðum huga  eitt ráð  elskaðu  karlmenn eins og allt annað fólk og þeir munu elska þig

Gylfi Björgvinsson, 18.9.2008 kl. 22:06

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ef að þetta eru þínar tennur hefurðu útlitið alla vega með þér. -

Kók og popp eru náttúrulega erfið að keppa við.

Annars skemmtilegt blogg og óvenju persónulegt. Hélt fyrst að ég hefði villst inn á einkamál.is. Nei, bara djók.

Svanur Gísli Þorkelsson, 18.9.2008 kl. 22:56

3 Smámynd: Thelma

Heyrðu Svanur , Gylfi og Sigga þið eruð nú bara algjörar gullsálir.
Þakka fyrir hughreystandi skilaboð frá frændsystkynum ;)  Þetta er rétt hjá ykkur auðvitað má maður ekki láta neikvæðnina ná tökum á sér.  Það bara er ekki hægt.  Ég er nú öll að koma til og svo var ég nú að horfa á svo skemmtilegan þátt þannig að ég er í stuðinu :D

En Svanur Poppið fer bara vel í tennurnar en ég drekk aldrei meira en eitt glas af kóki og svo er það bara vatn þar á eftir . .alveg spari spari í kókinu . . En annars þá reyni ég að vera karakter þegar að ég tjái mig því að þannig líður mér best. . Einkamál.is grrr ;) en nee er ekki þar :)

Thelma, 19.9.2008 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heimur Thelmu

Höfundur

Thelma
Thelma
Ég er venjuleg ung kona sem að hef skoðun á hlutunum. Ég hef löngu gefist upp á karlmönnum og öllu því sem að þeim fylgir. Ryki, drasli , áfengi og tóbaki. Ég hef rétt á minni skoðun. Ekki síst er ég óhrædd við að tjá mína skoðun við hvern sem er undir hvaða kringumstæðum sem að kunna að skapast. Sama hvað öðrum finnst. Ef að ég vil hafa skoðun á einhverju þá skal enginn karlmaður reyna að hafa nein áhrif á það frekar en einhver annar karlmaður.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband