Hverjir eru stórir kallar núna ?

Við vorum vön, allavega mörg okkar að lýta Pólverja hornauga.  Ég heyrði oft setningum fleygt á borð við , "Ekkert nema Pólverjar að vinna þarna" , "Það er gott að útlendingar geti tekið að sér það sem enginn Íslendingur fæst til að vinna".  Alltaf hugaði ég, vá það er eitthvað rangt við þetta.  Við erum hvergi betri en landar okkar þó svo að einhver ykkar hafið hugsað svona á meðan að þið borguðuð af bílaláninu af bílnum sem að þið áttuð ekki krónu í.  Ég hef unnið lengi við afgreiðslu og oft séð um að elda mat ofaní þreytta og duglega verkamenn og oftar en ekki eru þeir Pólverjar.  Ég hef séð flottu íslendingana koma inn í fínu fötunum og brosa út í annað, glottandi í átt að þeim með hamingjuglampa í augum sem að aðeins Landrovereigandi getur framkallað.

 -

Íslendingar , hættum að vera svona ógeðslega stolt.  Við erum lítil þjóð og höfum engan veginn efni á þessu grobbi.  Við skitum á okkur gerðum okkur að fiflum fyrir framan allan heiminn og nú er bara eins gott að við höldum okkur á mottunni.  Svo eru þeir á ofurlaunum sem að komnir eru í stjórnir við að þrífa upp slugsið af veggjunum eftir þetta partystand.

Heyra tal í útvarpi og sjónvarpi "Heyrðu já eftir 2 ár þá ætti fjármálamarkaðurinn að vera kominn í gott horf".  Hvað gerist þá ? , stígur forsetinn upp í næstu lausu einkaþotu þá líka ?
Við erum búinn að vera að braska í þessum fjármálaheimi.  Held að við ættum að halda okkur við sjósókn og landbúnað í bili.
Yfir og út.
Thelma sem er að borða súkkulaði í kreppunni.


mbl.is Pólverjar munu lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jónsson

Hvaða rosalegu sjálfshýðingar eru þetta. Ég og þú höfum ekkert til að skammast okkar yfir og ef erlendir aðilar geta ekki skilið á milli mín og Davíðs Oddsonar þá er það þeirra vandamál, ekki mitt. Þurfa íbúar allra þeirra bæja í BNA sem missa héraðsbankana nú á hliðina að skammast sín og setjast niður skælandi? Auðvitað ekki.

Það er ekki nokkur ástæða til að festa okkur sjálfviljug í einhverju annars flokks ástandi, gera ekkert nema veiða fisk og smala rollum. Við byggjum á því eins lengi og við þurfum og leitum á meðan að næstu leið til að gera okkur að farsælasta þjóðfélagi í heimi, eins og þjóðfélög gera. Og vonandi byggir það ekki bara á skuldabréfum eins og undanfarin ár.

Þjóðremba er tóm þvæla en lítil og vel menntuð þjóð í auðlindaríku landi á að geta sýnt áræðni og ákveðni bara í krafti þeirra kosta og án þess að blása sig upp af hugsjónum um víkingaeðli og þvílíku.

Páll Jónsson, 7.11.2008 kl. 09:28

2 identicon

Flott færsla hjá þér kæri höfundur, þetta er eins og talað frá mínu hjarta. Sjálf er ég Pólverji (fædd og uppalin hér)  og veit því vel hvað Pólverjar hafa þurft að búa við mikla fordóma hér, og margoft hefur fólk svoleiðis hraunað yfir Pólverja við mig (án þess að gera sér grein fyrir að ég sé eitt stykki Pólverji sjálf) Það hefur ringt svo upp í nefið á Íslendingum undanfarin ár, stoltið alveg verið að ganga frá okkur.  OG HVAR STÖNDUM VIÐ NÚ ? ÁTTU ÍSLENDINGAR EFNI Á ÞVÍ AÐ TELJA SIG BETRI EN AÐRIR.

Og páll minn víst höfum við eitthvað til að skammast okkur fyrir til að mynda Geir Harde, Davíð Oddson, viðskiptamálaráðherrann okkar er menntaður heimspekingur, fjármálaráðherra er menntaður dýralæknir, samgönguráðherra íþróttakennari, seðlabankastjóri sem er ekki einu sinni með hagfræðimenntun, svo má lengi telja... En þetta er svo sem bara aukaatriði.  Aðalskömmin er sú að ráðamenn (og hluti kjósenda) hafa virkilega haldið það að við þessi litla eyja úti í hafi geti sigrað heiminn með ónýtan gjaldmiðil og utan samstarfs við aðrar Evrópuþjóðir í gegnum ESB. Til að mynda hefur meirihluti þjóðarinnar verið andvígur ESB-aðild, þ.e.a.s þangað til að kreppan byrjaði (sjálf hef ég alltaf verið fylgjandi)  Þó svo að það sé ekki  = merki milli  mín og Davíðs eða mín og þeirra sem að kusu þessa ríkisstjórn þá skammast ég mín fyrir val landa minna á ríkisstjórn. Ég skammast mín líka fyrir þau skilaboð sem að við höfum sent út í heiminn í gegnum tíðina að við séum bara hreinlega of góð fyrir ESB og að við séum nógu sterk til að standa á eigin fótum....... Held að þetta land eigi sér enga von, nema þá með erlenda óháða ríkisstjórn (sem að væri svolítið spes)  Þó svo að við fengjum nýja ríkisstjórn þá myndi það skipta litlu bara nýtt fólk með aðra eiginhagsmuni, held að við eigum litla möguleika á að byggja upp land án spillingar með svona lítin íbúðarfjölda.

Solla (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 19:09

3 identicon

Auðvitað átti að standa íbúafjölda en ekki íbúðarfjölda

Solla (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 19:12

4 Smámynd: Páll Jónsson

Ég hef alltaf verið hallur undir Evrópusambandið en að halda því fram að 300 þúsund manna samfélag hreinlega geti ekki staðið á eigin fótum er veruleikafirring og afneitun á þeim 10 þúsund árum sem hafa liðið síðan mannkynið hóf landbúnað.

Fyrir utan það að Ísland hefur áratugum saman verið eitt af þeim ríkjum heims þar sem minnst spilling ríkir. 

Páll Jónsson, 8.11.2008 kl. 22:23

5 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Vil minna á  að það eru örfáir íslendingar sem eru valdir af þessu hræðilega ástandi ....  við þetta venjulega fólk eða við útlendinga sem hér eru að vinna  er ekki að sakast  við erum miklu frekar fórnarlömb þessara manna. það er og hefur aldrei verið neinn grobb glampi í augum þessara venjulegu Jóna sem vinna sína vinnu og borga af sínum húsum. Þannig er þetta nú bara Thelma

Gylfi Björgvinsson, 12.11.2008 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heimur Thelmu

Höfundur

Thelma
Thelma
Ég er venjuleg ung kona sem að hef skoðun á hlutunum. Ég hef löngu gefist upp á karlmönnum og öllu því sem að þeim fylgir. Ryki, drasli , áfengi og tóbaki. Ég hef rétt á minni skoðun. Ekki síst er ég óhrædd við að tjá mína skoðun við hvern sem er undir hvaða kringumstæðum sem að kunna að skapast. Sama hvað öðrum finnst. Ef að ég vil hafa skoðun á einhverju þá skal enginn karlmaður reyna að hafa nein áhrif á það frekar en einhver annar karlmaður.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband